Eitt af því sem flest okkar voru svo heppin að fá var hæfileikinn til þess að geta tjáð sig.
Flest okkar kunna að fara vel með þennan dýrmæta hæfileika en svo er til fólk sem tekur þessa guðsgjöf og misþyrmir henni með endalausum leiðindaskoðunum.
Við erum flest með markmið sem við stefnum að en kjósum mismunandi leiðir til þess að ná þessu setta markmiði.
Það eru til ótrúlega margar mismunandi týpur en langaði að nefna nokkrar til að sýna fram á hvað við erum í raun ólík í okkur og við kjósum einfaldlega mismunandi leiðir í lífinu.
Þetta eru nú frekar ýktar lýsingar og aðallega til gamans gert :)
Ýkta týpan
Ýkta týpan er All in!
Hún fer 1x-2x í gymið á dag og er ekkert að slóra við þetta. Þessi týpa er með stór markmið og gerir allt sem í hennar valdi stendur til þess að ná þeim. Matarræðið er tekið í gegn og lifir hún oft á fáu öðru en kjúklingabringum, próteini og hafragaut. Sjálfsagi er það sem einkennir ýktu týpuna. Mörgum finnst þetta fulllangt gengið en það er enginn að pína hana út í þetta heldur er þetta hennar val!
Hrikalega týpan
Fátt er skemmtilegra heldur en hrikalegu týpurnar á facebook. Statusarnir segja yfirleitt það sama: Ég er hrikalegur! Þessar týpur eru oft saman í hóp og öskra á hvorn annann eins og þriðja heimststyrjöldin sé í þann mund að bresta á. Það er örugglega ekkert ódýrt að fæða þessar týpur..
Herbalife týpan
Herbalife týpan fer ekki fram hjá Neinum. Það eru auglýsingar allsstaðar og Facebook logar.
Það er alveg yndislegt hvað margir eru góðir í að tala illa um herbalife og hafa í raun aldrei prufað það. Þetta virkar fyrir suma en ekki aðra eins og svo margt annað.
Takaþettarólega týpan
Það hafa ekki allir það markmið að verða helmassaðir. Margir vilja einfaldlega stunda hæfilega hreyfingu einfaldlega til þess að láta sér líða vel og er það jafn eðlilegt og allt það sem er búið að telja upp hér að ofan að mínu mati. Mér finnst fátt skemmtilegra heldur en að sjá fólk í ræktinni sem hefur verið í margra ára pásu og er loksins að drífa sig af stað aftur.
Stjáni blái
Ekki veit ég af hverju í ósköpunum ég setti inn mynd af Stjána bláa haha.
Þessi kappi er einfaldlega eitursvalur og borðar ekkert annað en Spínat!!
Ætla ekki að telja upp fleiri týpur þrátt fyrir að þetta sé bara pínkulítið brot!
Í stuttu máli sagt: Ekki dæma það sem þú veist ekki um. Sýnum fólki virðingu og um leið þeirra markmiðum :)
Til að toppa væmnina í þessu bloggi þá fann ég texta á netinu sem Marianne Williamson skrifaði.
"Our deepest fear is not that we are inadequate. Our deepest fear is that we are powerful beyond measure. It is our light, not our darkness that most frightens us.' We ask ourselves, Who am I to be brilliant, gorgeous, talented, fabulous? Actually, who are you not to be? You are a child of God. Your playing small does not serve the world. There's nothing enlightened about shrinking so that other people won't feel insecure around you. We are all meant to shine, as children do. We were born to make manifest the glory of God that is within us. It's not just in some of us; it's in everyone. And as we let our own light shine, we unconsciously give other people permission to do the same. As we're liberated from our own fear, our presence automatically liberates others."