Uppskriftir

Monday, September 26, 2011

DK eftir mánuð !

Ólíklegt að ég fái bloggari ársins þar sem ég er rosa ódugleg við að setja eitthvað hérna inn :)
Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þessa síðu er nú reyndar sú að ég er að fara til Danmerkur í lýðháskóla eftir tæpan mánuð og ætlaði að reyna að blogga eitthvað um það sem ég er að gera þar svona ef ég nenni :)

Lítið að gerast hjá manni þessa dagana! Bara vinna og gymið aðallega.. skellti mér reyndar til Guðrúnar vinkonu um síðustu helgi og svo er það bara vinnavinnavinna þangað til maður heldur til Danmerkur !

Tíminn er ótrúlega fljótur að líða þannig það verður komið að þessu áður en ég veit af :)

Eyddi einu laugardagskvöldi með nokkrum skvísum og ætla að setja nokkrar myndir inn frá því ..


 Bara venjulegt laugardagskvöld ....




xoxo // Jóhanna Marín

Sunday, September 18, 2011

Förðunartips...

Fékk enga góða hugmynd að bloggi þannig ákvað að taka saman nokkur förðunartips sem ég fann hér og þar :)


  • Þegar maður er að setja á sig maskara er sniðugt að byrja á neðri augnhárunum til þess að forðast það að maskarinn á efri augnhárunum klessist út um allt.
  • Gloss eða varalitur gerir kraftaverk fyrir heildarförðunina! Það er hægt að láta varirnar líta út fyrir að vera stærri með því að setja smá ljósan augnskugga (ekki glimmer!) á miðja efri og neðri vör - ekki alveg að brúninni samt. Svo þarf að blanda augnskugganum vel við varalitinn eða glossið.
  • Passa að geyma förðunarvörurnar ekki í hita! Þá skemmast þær og í guðanna bænum ekki nota skemmdar vörur vegna þess að þá getur maður fengið útbrot sem eru nú ekki smart...
  • Ef maskarinn er eiginlega búinn er sniðugt að bleyta burstann og setja hann svo aftur ofan í maskarann (ekki nota munnvatn heldur skella honum bara í smá stund undir krana).
  • Ef maður er með lítil augu ætti maður að forðast það að nota dökka augnmálningu - hún minnkar augun.


  • Mikilvægt er að beina athyglinni annað hvort að vörunum eða augunum - ekki báðum stöðum í einu! Ef maður kýs dökka augnmálingu þá er ljós varalitur eða létt gloss málið. Ef manni langar til að vera með t.d. rauðan eða dökkann varalit þá ætti maður að vera með ljósa augnmálningu.
  • Hvaða litir henta hverjum augnlit? -
    Blá augu - Ljós fjólublár/dökk blár/lillablár/túrkisgrænn/silfurlitaður
    Græn augu - Dökk grænn/fjólublár/brúnn/dökk drappaður/ljós grænn/gylltur
    Brún augu - Brons/dökk grænn/kopar/kóngablár
  • Það þarf að passa að manni sjálfum líði vel með förðunina.
  • Og síðast en ekki síst... gerðu tilraunir og æfðu þig heima!!
    - Æfingin skapar meistarann :))


    Kim Kardashian er að mínu mati alltaf með mjög fallega förðun.





    xoxo / Jóhanna Marín

Tuesday, September 13, 2011

Lífstíll

Eitt af því sem flest okkar voru svo heppin að fá var hæfileikinn til þess að geta tjáð sig.
Flest okkar kunna að fara vel með þennan dýrmæta hæfileika en svo er til fólk sem tekur þessa guðsgjöf og misþyrmir henni með endalausum leiðindaskoðunum.
Við erum flest með markmið sem við stefnum að en kjósum mismunandi leiðir til þess að ná þessu setta markmiði.
Það eru til ótrúlega margar mismunandi týpur en langaði að nefna nokkrar til að sýna fram á hvað við erum í raun ólík í okkur og við kjósum einfaldlega mismunandi leiðir í lífinu.
Þetta eru nú frekar ýktar lýsingar og aðallega til gamans gert :)

Ýkta týpan

Ýkta týpan er All in!
Hún fer 1x-2x í gymið á dag og er ekkert að slóra við þetta. Þessi týpa er með stór markmið og gerir allt sem í hennar valdi stendur til þess að ná þeim. Matarræðið er tekið í gegn og lifir hún oft á fáu öðru en kjúklingabringum, próteini og hafragaut. Sjálfsagi er það sem einkennir ýktu týpuna. Mörgum finnst þetta fulllangt gengið en það er enginn að pína hana út í þetta heldur er þetta hennar val!

Hrikalega týpan

Fátt er skemmtilegra heldur en hrikalegu týpurnar á facebook. Statusarnir segja yfirleitt það sama: Ég er hrikalegur! Þessar týpur eru oft saman í hóp og öskra á hvorn annann eins og þriðja heimststyrjöldin sé í þann mund að bresta á. Það er örugglega ekkert ódýrt að fæða þessar týpur.. 

Herbalife týpan

Herbalife týpan fer ekki fram hjá Neinum. Það eru auglýsingar allsstaðar og Facebook logar.
Það er alveg yndislegt hvað margir eru góðir í að tala illa um herbalife og hafa í raun aldrei prufað það. Þetta virkar fyrir suma en ekki aðra eins og svo margt annað.

Takaþettarólega týpan

Það hafa ekki allir það markmið að verða helmassaðir. Margir vilja einfaldlega stunda hæfilega hreyfingu einfaldlega til þess að láta sér líða vel og er það jafn eðlilegt og allt það sem er búið að telja upp hér að ofan að mínu mati. Mér finnst fátt skemmtilegra heldur en að sjá fólk í ræktinni sem hefur verið í margra ára pásu og er loksins að drífa sig af stað aftur.

Stjáni blái

 
Ekki veit ég af hverju í ósköpunum ég setti inn mynd af Stjána bláa haha.
Þessi kappi er einfaldlega eitursvalur og borðar ekkert annað en Spínat!!


Ætla ekki að telja upp fleiri týpur þrátt fyrir að þetta sé bara pínkulítið brot!
Í stuttu máli sagt: Ekki dæma það sem þú veist ekki um. Sýnum fólki virðingu og um leið þeirra markmiðum :)

Til að toppa væmnina í þessu bloggi þá fann ég texta á netinu sem Marianne Williamson skrifaði.

"Our deepest fear is not that we are inadequate. Our deepest fear is that we are powerful beyond measure. It is our light, not our darkness that most frightens us.' We ask ourselves, Who am I to be brilliant, gorgeous, talented, fabulous? Actually, who are you not to be? You are a child of God. Your playing small does not serve the world. There's nothing enlightened about shrinking so that other people won't feel insecure around you. We are all meant to shine, as children do. We were born to make manifest the glory of God that is within us. It's not just in some of us; it's in everyone. And as we let our own light shine, we unconsciously give other people permission to do the same. As we're liberated from our own fear, our presence automatically liberates others.


Thursday, September 1, 2011

"You've got to want to succeed as bad as you want to breathe"

Hvort sem við stefnum að árangri í líkamsrækt eða einhverju öðru er oft gott að hafa mottó til þess að fylgja :)
Hér koma nokkur góð ...

„Ef þú trúir ekki á sjálfan þig þá gerir það enginn”


„Leyndardómur þess að sigra er þetta tvennt: Að hætta aldrei og gefast aldrei upp!”


„Love the goals, more than you love the food”


„The way you treat yourself sets the standard for others”


„Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, þar sem þú ert”


„Aðdáunarvert
er ekki að hrasa aldrei
heldur að rísa á fætur á ný”


„Sá einn tapar í raun
sem hættir að reyna”


„Láttu ekki mistök dagsins í dag hindra þig í að reyna aftur á morgun”


„Glaðværðin á rætur í hjarta þínu og breiðist þaðan út”


„Með því að hugsa vel um líkamann sýnum við Skapara okkar, sem gaf okkur lífið, virðingu”


„Hvað sem þú þarft að takast á við í lífinu,
mundu þá alltaf að horfa upp á tindinn,
því þá horfirðu til háleitra markmiða.
Mundu þetta og láttu enga erfiðleika,
hversu miklir sem þeir kunna að virðast,
draga úr þér kjart, og láttu ekki heldur
neitt minna en tindinn dreifa athygli þinni.
Þetta er eina hugsunin
sem ég vil festa þér í minni”


Ótrúlega hvetjandi myndband !!
"You've got to want to succeed as bad as you want to breathe"



xoxo // Jóhanna